Sumartilboð

Hótel Gullfoss býður ykkur velkomin/n í fjölskyldurekið sveitahótel í sveitakyrrðinni.  
Hótelið er statt á gullna hringnum og er þess vegna milli Gullfoss og Geysi. 
Fljótlegt er að fara upp á Gullfoss, keyrandi eða gangandi. 
Mælum við með að ganga meðfram Hvítársgilinu upp að Gullfossi, einstaklega fallegt landslag og labbað er 
gamla veginn upp að Gullfossi. 
Það eru ýmsar afþreyingar í boði í nágrenni hótelsins, hestaleiga, river rafting, snjósleðar, Kjölur, Kerlingarfjöll, Hveravellir, Þingvellir o.s.frv. 
Tilvalin staðsetning fyrir þá sem huga að hjóla/ganga yfir Kjöl.
Tilboð á gistingu með morgunverði fyrir tvo: 17.500 kr ein nótt.
Því miður vegna Covid-19 verður enginn kvöldverður borinn fram í sumar. 
þar að auki 15% afsláttur ef bókaðar eru fleiri nætur.
Möguleiki á að bæta við auka rúmi í herbergi fyrir 6.000 kr
Tveir nýir og notalegir nuddpottar sem gott er að slaka á í, í náttúrunni og kyrrðinni.
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.
Upplýsingar og bókanir í síma: 486 8979 og info@hotelgullfoss.is
Hlökkum til að sjá ykkur kát og hress!
Fjölskyldan í Brattholti.
Dagar eftir af
tilboðinu
50