Spurt og Svarað

Vefurinn heitir 2 fyrir 1.is. Þarf ég þá að taka einhvern með mér ef ég vil nýta tilboðin á vefnum?
Nei, ekki endilega. Hvert tilboð getur haft ólíka skilmála en almenna reglan er sú að tilboðin skulu ávallt vera 50% afsláttur eða 2 fyrir 1 nema undir flokknum önnur tilboð og Take Away Þannig getur þú nýtt þér sum tilboð án þess að þurfa að kaupa tvo hluti.

Hvernig sýni ég fram á að ég sé klúbbmeðlimur í 2fyrir1.is?
Þegar þú hefur fundið tilboð sem þú vilt nýta þér á vefnum smellirðu á sækja tilboð eða prenta.
Útprentunin  er sönnun þess að þú megir nýta þér tilboðið (sé þess óskað) hvort sem þú framvíar útprentun með blaði eða á skjánum í snjallsíma  sem klúbbmeðlimur 2fyrir1.is.

Þarf ég ekki skírteini eða kort frá ykkur?
Nei, þú þarft aðeins að framvísa Útprentun af tilboðum af 2fyrir1.is með blaði eða á skjánum á snjallsíma (sé þess óskað)

Af hverju eru sumir samstarfsaðilar ykkar ekki með tilboð á vefnum?
Samstarfsaðilar 2fyrir1.is ráða gildistíma tilboða og geta sett inn og tekið út tilboð eins oft og þeir vilja hafi þeir umsjónarsvæði. Það gerir 2fyrir1.is að mun virkari afsláttarklúbbi en t.d. þau afsláttarkort sem hafa lengi verið á markaðinum. Í hverjum mánuði eða jafnvel vikulega eru komin ný spennandi tilboð inn á 2fyrir1.is handa þér.

Af hverju er frítt að vera klúbbmeðlimur?
Samstarfsaðilar 2fyrir1.is borga fyrir plássið á vefnum og því getum við boðið klúbbmeðlimum að njóta afsláttarins frítt með útprentun eða framvísun á útprentun í snjallsíma.

Af hverju þarf ég að gefa upp kennitölu þegar ég skrái mig?
Við þurfum kennitöluna þína til að aðgreina þig frá öðrum notendum á vefnum.

Ég get ómögulega munað lykilorðið mitt, hvað get ég gert?
Til að fá lykilorðið sent ferð þú inn á hlekkinn „Gleymt lykilorð“ og slærð einfaldlega inn kennitöluna og netfangið sem þú skráðir þig með. Þú færð sendan tölvupóst frá okkur innan 5 mínútna. Ef þetta tekst ekki hafðu þá samband við okkur.

Ég er búin/n að skrá mig en get ómögulega innskráð mig?
Þú gætir hafa skráð inn rangar upplýsingar í upphafi. Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að leysa vandamálið.


Hverjir hafa aðgang að upplýsingum eins og kennitölu minni og netfangi?
Aðeins umsjónarmenn 2fyrir1.is hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þú gefur upp á 2fyrir1.is og verða þær upplýsingar aldrei framseldar til þriðja aðila. Samstarfsaðilar 2fyrir1.is fá aldrei uppgefnar persónuupplýsingar um þig og hvað þú gerir á vefnum.

Hvernig skrái ég mig af póstlista 2fyrir1.is?
Þú skráir þig inn með kennitölu og lykilorði í innskráningu og smellir svo í stillingar og tekur hakið af. 

Hvernig fer ég að ef mig langar að bjóða klúbbsmeðlimum 2fyrir1.is tilboð?
Þú einfaldlega hefur samband við okkur í síma 615 1881 eða með tölvupósti á 2fyrir1@2fyrir1.is