2 vikur fyrir 1 básaleiga

Tilboð: 2 vikur fyrir 1 af básaleigu á fullorðins og hlutabásum, 7.000kr fyrir 2 vikur í stað 11.000 með kóðanum 2F1TAKK þegar valdir eru 14 dagar í bókunarkerfinu.
Verzlanahöllin er hefðbundin 500fm básaleiga á Laugavegi 26, gengið inn frá Grettisgötu, þar sem leigjandinn getur selt fatnað og fylgihluti sem hann/hún er búin/n að nota en gæti nýst öðrum á hóflegu verði.  Þá er hægt að leigja eingöngu hillubása þar sem leigjandinn getur selt allskonar smærri hluti svo sem leikföng, bækur, púsluspil, búsáhöld, lítil raftæki, verkfæri og svo framvegis. Einnig er svæði fyrir stærri muni eins og hjól, spegla eða sjónvörp og hægt er að setja skart og minni hluti í afgreiðsluborðið, leigjanda að kostnaðarlausu.
Verzlanahöllin er björt, hátt er til lofts, gluggar á báðum hliðum og gott pláss milli bása. Sömuleiðis er Kósýló kaffihorn með sófa og kaffivél en einnig er skemmtilegt leikhorn þar sem börnin geta leikið meðan þú færð þér kaffi og slakar á, eða skoðar varninginn sem er í boði!
Þrennskonar básar eru í boði: Fullorðinsbásar, barnabásar og hillubásar.
Á bakvið Verzlanahöllina eru þrjár mæðgur sem er mjög umhugað um umhverfisvernd og endurvinnslu. Þær hafa mikinn áhuga á að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega nr.12 sem fjallar um ábyrga neyslu og framleiðslu. Með því að skapa fólki tækifæri til að selja notaðan fatnað og hluti sem hafa lokið hlutverki sínu hjá þeim og gæti nýst öðrum fyrir hóflegt verð telja þær sig vera að stuðla að þessu heimsmarkmiði.
Slagorð Verzlanahallarinnar eru “notað nýtt” og "allt fyrir alla" er það í rauninni allt sem segja þarf.
Dagar eftir af
tilboðinu
22