15% afsl. af matseðli


15% afsl. af matseðli öll kvöld frá kl.17.00 - 21.30


Hugmynd Allar sögur hafa upphaf. Saga Kopars hefst á ísköldu vetrarkvöldi í Reykjavík þar sem Ásta Guðrún Óskarsdóttir og Ylfa Helgadóttir sátu og drukku kaffi til að ná úr sér kuldahrollinum. Þær ræddu um ástandið í Grikklandi, uppskriftir frá Bourgogne og framtíðina, um hvað þær langaði að gera. Hugmyndin var fædd og ekki aftur snúið. Í samvinnu við gott fólk var lagður grunnur að veitingastað við höfnina þar sem lykilorðið var upplifun.
Andrúmsloft Upplifun af veitingastöðum verður til úr ólíkum þáttum. Auðvitað er maturinn mikilvægastur en þjónusta, félagsskapur og umhverfi skipta líka máli. Kopar tekur inn áhrif úr umhverfi veitingastaðarins. Gamla höfnin, slippurinn, líflegur miðbærinn, gamalt og nýtt í óvæntri blöndu.
Maturinn Sérstaða Kopars felst í spennandi hráefni og fjölbreyttum réttum. Á matseðlinum mætast nýjar og gamlar aðferðir og uppskriftir, hefðbundið hráefni og óvænt. Kopar er til dæmis fyrsti veitingastaður borgarinnar til að bjóða upp á íslenskan grjótkrabba. Brasserie-réttir Kopars veita gestum tækifæri til að kanna matarheiminn á einni kvöldstund á sanngjörnu verði. Brasserie-réttirnir eru smáréttir, gómsæt viðbót við hefðbundna forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
Dagar eftir af
tilboðinu
10