2f1 humarsúpa og brauð

Veitingahúsið Sægreifinn á sér sögu sem hófst á árinu 2002 þegar Kjartan Halldórsson hætti sjómennsku og opnaði fiskbúð við Reykjavíkurhöfn 2003. Hann eignaðist fljótlega stóran og tryggan viðskiptavinahóp en svo fjölgaði líka erlendum ferðamönnum sem komu í búðina til að taka myndir af fiskinum og fisksalanum. Þeir vildu smakka líka og þá datt Kjartani í hug að grilla fisk á spjótum og laga humarsúpu í hádeginu. Það líkaði túristum vel og veitingarnar báru líka hróður fiskbúðarinnar vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið.
Þannig hófst veitingarekstur Kjartans í nafni Sægreifans. Grillaður fiskur á spjóti og humarsúpa hafa frá upphafi verið aðalsmerki Sægreifans og þeir réttir sem staðurinn er þekktur fyrir, hérlendis og erlendis.
2 fyrir 1 tilboðið gildir fyrir líklega bestu humarsúpu í heimi ásamt brauði og það gildir alla daga vikunnar frá 11:30 - 14:00. 
Dagar eftir af
tilboðinu
9